penninn er farinn frá mér sem og internet tenging og skýrir það að einhverju leyti bloggleysið.
hvað um það, smá færsla.
ég var um daginn í "langri helgarferð" í london hjá hemma mínum. með langri helgarferð þá meina ég frá miðvikudegi til þriðjudags, nema hvað.
yfirmaðurinn minn bannaði mér að kalla þetta helgarferð. hmmm.
allavega,
æðið mitt gekk með mér um london endilanga og fórum við m.a á Star Wars sýningu, sáum Buckingham palace og London eye og þar með Big Ben, við borðuðum á mörgum ofsalega fínum og góðum veitingastöðum og var þeminn okkar, alveg óvart, austurlönd og asía. hmm við versluðum líka smá, ég keypti þó nokkrar jólagjafir og kannski einn kjól eða tvo eða þrjá og tvenn pör af skóm og kannski nokkrar dvd... auðvitað kúrðum við líka tvo heila daga. hemmi bauð mér á Lord of the Rings sýningu og það var alveg magnað! Sviðsmyndin var engu lík og ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Greyið hefur ekki séð eina einustu mynd eða lesið bókina svo ég var í fullri vinnu við að hjálpa honum að fylgjast með hver væri hvað og afhverju hann gerði þetta og hitt... tók meira að segja Hobbit forsöguna áður en sýningin byrjaði. En þetta var alveg magnað, ég hvet alla sem leggja leið sína í borgina að reyna næla sér í miða.
við hittum Öllu Björg, Þóru ogGareth - öllu kæró- á Brick lane í smá indverskan dinner. allt voðalega gott en eitthvað fór þetta illa í okkur því hemmi var niður og ég var upp mest alla nóttina, ekkert svo gott eftir á að hyggja....
ég kom sjálfri mér á óvart hversu lítið ég verslaði, ég hélt aftur af mér og keypti bara fyrrgreinda hluti.. og kannski einn jakka og eina kápu.. og jóladagatal með Cadburys súkkulaði...
Fórum í Notting Hill á markaðinn og það var algert æði. Við fórum inn í litlu ferðabókabúðina úr myndinni sem Hugh Grant lék í... fórum líka í bókabúðina Books for Cooks sem var oggipons og troðin af matarbókum... fengum mega girnilega súkkulaðiköku og maltesers köku þar.. held að hemmi hafi farið í sykursjokk eftir sína köku og nokkra bita af minni..
hmmm.. hvað gerðum við meira...
held þetta sé svona næstum upptalið hjá mér... vorum iðinn við kúrið og kaffihúsin og veitingastaðina og rölt útum allan bæ..
já sáum Sophie dahl barnabókarithöfund með meiru kveikja á jólaljósunum á Bond Street..
ahh vissi ég gleymdi einhverju,
við tókum myndir. fullt af myndum.
ég var að spá í að setja linkinn til hliðar en það eru svo margar myndir af mér og svo okkur í sleik að það er eiginlega bara vandræðalegt svo ég held ég forði öllum frá því... í bili amk.
svo er bara afmæli næstu helgi!
særún frænka og guðrún lilja ætla halda uppá 35 ára afmælið sitt á laugardaginn og ætla ég að fá að krasja það og njóta söngvanna.
eiríka frænka kemur líka heim sem og hann hermz.
á sunnudaginn á hemmi svo afmæli og ég erbúin að plana dagskrá fyrir hann frá kl.11 um morguninn og til kl.22.45 um kvöldið; geri aðrir betur!
svo á mánudeginum verð ég 25 ára!! og hemmi er víst kominn með allsvakalegt plan fyrir þann dag, hlakka mega til þar sem ég er alger sökker fyrir svona suprises og sérstaklega á afmælisdaginn minn...
me luvs it.
er að spá í að halda lítið jólabakstursboð næsta þriðjudag.. bara opið hús þar sem gestir og gangandi geta barið afmælisstelpuna augum og fengið nýbakaðar smákökur, hlustað á jólalög og dreypt á heitu súkkulaði.. nú eða bara komið og hlýjað sér.
heim er prófacentral svo ég held mig bara inni í herbergi, betra að trufla stelpurnar ekki..
en vá hvað það er sweet að vera ekki í þessum lestri og þessu stressi...
ahhh ljúfa líf...
jæja kveð með mynd af okkur í einhverjum garði í london þar sem hemmi gaf íkornunum súkkulaði og ég vingaðist við svartan svan..

-sem á afmæli eftir 5 daga-
1 ummæli:
Mikið er lýsingin á myndinni falleg. Þú ert einkar fögur mín kæra!
S
Skrifa ummæli